Trúnaðaryfirlýsing

Tekur gildi: apríl 2018

Þessi trúnaðaryfirlýsing nær til khostel-monte-carlo-ru.book.direct í eigu og undir stjórn Hostel Monte Carlo. Þessi trúnaðaryfirlýsing lýsir því hvernig við söfnum og notum upplýsingarnar, þ.m.t. persónuupplýsingar, sem þú gefur upp á vefsíðunni okkar: khostel-monte-carlo-ru.book.direct. Hún lýsir einnig valkostunum sem þú hefur þegar kemur að notkun okkar á persónuupplýsingunum þínum og hvernig við náum í og uppfærum þessi gögn.

Gagnasöfnun

Persónuupplýsingarnar sem við söfnum eru meðal annars:

 • Fornafn, eftirnafn, netfang, símanúmer og heimilisfang;
 • Kreditkortaupplýsingar (tegund korts, kreditkortanúmer, nafn korthafa, gildistími og öryggisnúmer);
 • Upplýsingar um dvöl gesta, þ.m.t. komu- og brottfarardagur, sérstakar beiðnir, athugasemdir um þjónustuóskir (þar á meðal herbergjaval, aðstaða eða önnur þjónusta sem er nýtt);
 • Upplýsingar sem þú gefur upp um markaðssetningarkjörstillingar þínar eða í könnunum, keppnum eða kynningartilboðum;

Þú getur alltaf valið hvaða persónuupplýsingar (ef einhverjar) þú kýst að gefa okkur. Ef þú hinsvegar velur að gefa ekki upp ákveðnar upplýsingar gæti það haft áhrif á sumar færslurnar þínar hjá okkur.

Gögn sem við söfnum sjálfkrafa

Þegar vefsíðan okkar er notuð söfnum við einnig upplýsingum sjálfkrafa sem gætu fallið undir persónuupplýsingar. Þetta á m.a. við um tungumálastillingar, IP-tölu, staðsetningu, tækisstillingar, stýrikerfi tækis, upplýsingar um virkni, notkunartíma, slóðir sem beðið hefur verið um, stöðuskýrslu, milligönguforrit („user agent“, upplýsingar um útgáfu af vafra), stýrikerfi, niðurstöður (þess sem skoðar eða bókar), leitarsögu, Booking-auðkenni notanda og tegund gagna sem hafa verið skoðuð. Við gætum líka safnað gögnum sjálfkrafa með fótsporum. Frekari upplýsingar um hvernig við notum fótspor er að finna hér.

Tilgangur vinnslu

Við notum persónuupplýsingarnar þínar í eftirfarandi tilgangi:

 • A. Bókanir: Við notum persónuupplýsingarnar þínar til að ljúka við og framkvæma netbókunina þína.
 • B. Þjónusta við viðskiptavini: Við notum persónuupplýsingarnar þínar til að veita viðskiptavinum þjónustu.
 • C. Gestaumsagnir: Við gætum hugsanlega notað tengiliðsupplýsingarnar þínar til að senda þér boð í tölvupósti um að skrifa gestaumsögn að dvöl lokinni. Þetta getur hjálpað öðrum ferðalöngum við að velja gististað sem hentar þeim best. Ef þú sendir inn gestaumsögn verður hún mögulega birt á vefsíðunni okkar.
 • D. Markaðsstarf: Við notum upplýsingarnar þínar einnig í markaðsstarfi, í samræmi við lög. Þegar við notum persónuupplýsingarnar þínar í beinum markaðssetningartilgangi, s.s. fyrir auglýsingafréttabréf og markaðsefni um nýjar vörur og þjónustu eða önnur tilboð sem við teljum að þú gætir haft áhuga á, sendum við hlekk til að segja upp áskrift sem þú getur notað ef þú vilt ekki að við sendum þér skilaboð í framtíðinni.
 • E. Önnur samskipti: Í öðrum tilfellum gætum við haft samband við þig í tölvupósti, pósti, síma eða SMS-skilaboðum eftir því hvaða tengiliðsupplýsingar þú gefur okkur upp. Það gætu verið ýmsar ástæður fyrir þessu:
  • a. Við getum þurft að svara beiðnum eða meðhöndla þær sem þú hefur lagt fram.
   b. Ef þú hefur ekki lokið við bókun á netinu getur verið að við sendum þér áminningu í tölvupósti um að halda bókuninni áfram. Við teljum þessa aukaþjónustu gagnlega fyrir þig vegna þess að hún gerir þér kleift að halda bókun áfram án þess að þú þurfir að leita að gistingunni aftur eða setja inn leitarskilyrðin aftur.
   c. Þegar þú nýtir þjónustuna okkar getur verið að við sendum þér spurningalista eða bjóðum þér að skrifa umsögn um upplifun þína af vefsíðunni okkar. Við teljum þessa aukaþjónustu gagnlega fyrir þig og okkur þar sem við munum geta bætt vefsíðuna okkar í samræmi við endurgjöfina þína.
 • F. Greiningar, umbætur og rannsóknir: Við notum persónuupplýsingar til að stunda rannsóknir og greiningar. Það getur verið að við leitum til utanaðkomandi aðila til að gera þetta fyrir okkar hönd. Hugsanlega deilum við eða gefum upp niðurstöður þessara rannsókna, s.s. til utanaðkomandi aðila, á nafnlausu, samsöfnuðu formi. Við notum persónuupplýsingarnar þínar í greiningatilgangi; til að bæta þjónustuna okkar; til að gera notendaupplifunina betri og til að bæta virkni og gæði ferðaþjónustu okkar á netinu.
 • G. Öryggi og eftirlit og forvarnir gegn svikum: Við notum upplýsingarnar sem gætu innihaldið persónuupplýsingar til að koma í veg fyrir svik og aðra ólöglega eða óréttmæta starfsemi. Við notum líka þessar upplýsingar til að rannsaka og hafa eftirlit með svikum. Við getum notað persónuupplýsingar í áhættumati og af öryggisástæðum, t.a.m. við auðkenningu notenda. Í þessum tilgangi gæti persónuupplýsingum verið deilt með utanaðkomandi aðilum, s.s. löggæsluyfirvöldum í samræmi við gildandi lög og utanaðkomandi ráðunautum.
 • H. Lagalegur tilgangur: Í ákveðnum tilfellum þurfum við að nota upplýsingarnar sem okkur eru veittar, þ.m.t. persónuupplýsingar, til að meðhöndla og leysa lagaleg ágreiningsefni eða kvartanir; í eftirlitstilgangi og regluvörslu; til að framfylgja samningi/samningum eða til að verða við lögmætum beiðnum frá löggæsluyfirvöldum að því tilskyldu að lög krefjist þess.
 • Ef við notum sjálfvirkar aðferðir til að vinna úr persónuupplýsingum sem hafa lagalegar afleiðingar eða veruleg áhrif á þig munum við gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja réttindi þín og frelsi, þ.m.t. rétt á að manneskja grípi inn í.

Lagalegur grundvöllur

 • Í ljósi tilgangs A og B reiðum við okkur á efndir samnings: Notkun á upplýsingunum þínum gæti reynst nauðsynleg til að framfylgja samningum sem þú hefur gert við okkur. Til dæmis: Ef þú nýtir þjónustuna okkar til að bóka á netinu munum við nota upplýsingarnar til að framkvæma bókunina og fylgja henni eftir í samræmi við samninginn sem við höfum gert við þig.
 • Í ljósi tilgangs C-H reiðum við okkur á lögmæta hagsmuni: Við notum upplýsingarnar þínar til að gæta lögmætra hagsmuna okkar, svo sem til að sýna þér eins viðeigandi efni og hægt er á vefsíðunni, í tölvupóstum og fréttabréfum, til að bæta og kynna vörurnar og þjónustuna okkar og efnið á vefsíðunni okkar og í verklagstengdum, eftirlits- og lagalegum tilgangi. Þegar við notum persónuupplýsingar til að gæta lögmætra hagsmuna okkar munum við alltaf vega og meta réttindi þín og hagsmuni í persónuvernd þinni gegn réttindum okkar og hagsmunum.
 • Hvað varðar tilgang H munum við einnig, þegar við á, reiða okkur á skyldu okkar til að fylgja gildandi lögum.
 • Þegar gildandi lög krefjast þess munum við fá samþykki þitt áður en við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum í beinum markaðssetningartilgangi.

Ef gildandi lög krefjast þess munum við biðja um samþykki þitt. Þú getur dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er með því að hafa samband við okkur með einni af aðferðunum sem er að finna neðst í þessari trúnaðaryfirlýsingu.

Ef þú vilt andmæla notkuninni sem var lýst í C-F og engin aðferð er í boði fyrir þig til að hafna henni beint (t.d. í svæðisstillingunum), að því marki sem við á, skaltu hafa samband við 2240762@gmail.com .

Gagnadeiling

 • Booking.com: Við erum í samstarfi við Booking.com B.V., staðsett við Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi (www.booking.com) (hér eftir Booking.com) til að geta boðið þér netbókunarþjónustuna okkar. Enda þótt við sjáum um innihald þessarar vefsíðu og þú bókar beint hjá okkur vinnur Booking.com úr bókununum. Upplýsingunum sem þú slærð inn á þessari vefsíðu verður því deilt með Booking.com og hlutdeildarfélögum þess. Undir þessar upplýsingar falla persónuupplýsingar eins og nafn, tengiliðsupplýsingar, greiðsluupplýsingar, nafn gesta sem ferðast með þér og allar sérstakar beiðnir sem þú lagðir fram við bókun.
  Til að fræðast um Booking.com-samstæðuna skaltu fara á Um Booking.com.

Booking.com mun senda þér staðfestingu í tölvupósti, tölvupóst fyrir komu og veita þér upplýsingar um áfangastaðinn og gistiþjónustuna okkar. Booking.com býður einnig upp á alþjóðlegt þjónustuver allan sólarhringinn frá svæðisbundnum skrifstofum á fleiri en 20 tungumálum. Með því að deila upplýsingunum með starfsfólki alþjóðaþjónustuvers Booking.com getur það brugðist við þegar þú þarft aðstoð. Booking.com kann að nota upplýsingarnar þínar í tæknilegum, greiningarlegum og markaðslegum tilgangi eins og lýst er nánar í trúnaðaryfirlýsingu Booking.com. Þetta getur falið í sér að upplýsingunum sé deilt með öðrum aðilum í fyrirtækjasamstæðu Booking Holdings Inc. í greiningartilgangi til að hægt sé að bjóða þér ferðatengd tilboð sem gætu vakið áhuga þinn og til að bjóða þér sérþjónustu. Ef gildandi lög krefjast þess mun Booking.com biðja um samþykki þitt fyrst. Ef upplýsingarnar þínar eru sendar til lands utan Evrópska efnahagssvæðisins mun Booking.com gera samkomulag til að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu enn varðar í samræmi við evrópska staðla. Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig persónuupplýsingarnar þínar eru notaðar skaltu hafa samband á dataprotectionoffice@booking.com.

 • BookingSuite: Persónuupplýsingunum þínum gæti verið deilt með BookingSuite B.V., staðsettu við Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi, sem er fyrirtækið sem rekur þessa vefsíðu og vefsíðuna suite.booking.com.
 • Utanaðkomandi þjónustuaðilar: Við notum þjónustuaðila til að vinna úr persónuupplýsingunum þínum fyrir okkar hönd. Tilgangur þessarar vinnslu myndi vera sá sem lýst er í þessari trúnaðaryfirlýsingu, svo sem að auðvelda greiðsluferli bókana, senda út markaðsefni eða til greiningar. Þessir þjónustuaðilar eru bundnir trúnaðarákvæðum og þeim er ekki heimilt að nota persónuupplýsingar þínar í eigin eða öðrum tilgangi.
 • Lögmæt yfirvöld: Við látum löggæsluyfirvöldum og öðrum stjórnvöldum í té persónuupplýsingar þínar að því tilskyldu að lög krefjist þess eða nauðsynlegt þyki til að koma í veg fyrir, koma upp um eða dæma um glæpi og svik.

Alþjóðlegir gagnaflutningar

Undir flutning persónuupplýsinga eins og honum er lýst í þessari trúnaðaryfirlýsingu fellur flutningur persónuupplýsinga til annarra landa þar sem persónuverndarlög eru ekki eins víðtæk og í löndum innan Evrópusambandsins. Þegar evrópsk lög krefjast þess munum við aðeins flytja persónuupplýsingar til viðtakenda sem bjóða upp á fullnægjandi persónuvernd. Í þeim tilfellum munum við gera samkomulag til að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu enn varðar í samræmi við evrópska staðla. Þú getur beðið okkur um að fá að sjá afrit af þessum ákvæðum. Tengiliðsupplýsingarnar okkar eru hér fyrir neðan.

Öryggi

BookingSuite fylgir sanngjörnum verkferlum til að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að og misnotkun á upplýsingum, þ.m.t. persónuupplýsingum. Við notum viðeigandi rekstrarkerfi og verkferla til að vernda og gæta þeirra upplýsinga, þ.m.t. persónuupplýsinga, sem þú gefur okkur. Við notum einnig öryggisferla og tæknilegar og efnislegar hömlur á aðgangi að og notkun á persónuupplýsingum á vefþjónum okkar. Aðeins starfsfólki með aðgangsheimild er heimilt að nálgast persónuupplýsingar í starfi sínu.

Gagnavarðveisla

Við varðveitum upplýsingarnar þínar, þ.m.t. persónuupplýsingar, eins lengi og við teljum nauðsynlegt til að veita þér þjónustu, fylgja gildandi lögum, leysa ágreining við alla aðila og eins lengi og við teljum að öðru leyti nauðsynlegt til að gera okkur kleift að stunda rekstur, þ.m.t. að hafa eftirlit með og koma í veg fyrir svik eða aðra ólöglega starfsemi. Allar persónuupplýsingar sem við söfnum eru háðar þessari trúnaðaryfirlýsingu. Ef þú hefur spurningar um tiltekinn varðveislutíma fyrir ákveðna tegund persónuupplýsinga sem við vinnum úr um þig skaltu hafa samband við okkur. Tengiliðsupplýsingarnar eru hér fyrir neðan.

Valkostir þínir og réttindi

Við viljum að þú stjórnir því hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar. Þú getur gert það á eftirfarandi hátt:

 • Þú getur beðið okkur um afrit af persónuupplýsingum sem við höfum um þig;
 • þú getur upplýst okkur um allar breytingar sem verða á persónuupplýsingunum þínum eða þú getur beðið okkur um að leiðrétta persónuupplýsingarnar sem við höfum um þig;
 • í ákveðnum tilfellum getur þú beðið okkur um að eyða eða stöðva eða takmarka vinnslu á persónuupplýsingunum sem við höfum um þig eða andmælt einstaka aðferð sem við notum við vinnslu persónuupplýsinganna þinna; og
 • í ákveðnum tilfellum getur þú einnig beðið okkur um að senda persónuupplýsingarnar sem þú hefur gefið okkur til utanaðkomandi aðila.

Í þeim aðstæðum sem við notum persónuupplýsingarnar þínar á grundvelli samþykkis þíns hefur þú rétt á að draga samþykki til baka hvenær sem er í samræmi við gildandi lög. Í þeim aðstæðum sem við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum á grundvelli lögmætra hagsmuna eða almannahagsmuna hefur þú enn fremur rétt á að andmæla þeirri notkun á persónuupplýsingunum þínum hvenær sem er í samræmi við gildandi lög.

Við reiðum okkur á að þú gangir úr skugga um að persónuupplýsingarnar þínar séu heildstæðar, réttar og gildar. Vinsamlegast upplýstu okkur sem fyrst um breytingar á eða ónákvæmni í persónupplýsingunum þínum með því að hafa samband við 2240762@gmail.com . Við munum meðhöndla beiðni þína í samræmi við gildandi lög.

Spurningar eða kvartanir

Ef einhverjar spurningar eða áhyggjur vakna um vinnslu persónuupplýsinganna þinna eða ef þú vilt nýta réttindin sem þú hefur samkvæmt þessari tilkynningu er þér velkomið að hafa samband við okkur: 2240762@gmail.com . Þú getur einnig beint spurningum og kvörtunum til persónuverndareftirlitsins þar sem þú býrð.

Breytingar á tilkynningunni

Rétt eins og fyrirtækið okkar breytist í sífellu mun þessi trúnaðaryfirlýsing einnig breytast af og til. Ef þú vilt sjá breytingarnar sem gerðar eru á þessari trúnaðaryfirlýsingu af og til bjóðum við þér aðgang að þessari trúnaðaryfirlýsingu til að sjá breytingarnar. Ef við gerum breytingar á efninu eða breytingar sem hafa áhrif á þig (t.d. þegar við byrjum að vinna úr persónuupplýsingunum þínum í öðrum tilgangi en lýst var hér fyrir ofan) munum við hafa samband við þig áður en við hefjum þá vinnslu.